Erfið staða íslams í nútímanum og gífurlegt olíufé Sádi-Araba magna róttæka bókstafstrú múslima. Valdabaráttan í miðausturlöndum er ekki milli hersins og framfarasinna, heldur milli hers og ofsatrúaðra. Herinn sigraði í Egyptalandi, Íslamistar á sigurbraut í Tyrklandi, ofsatrúaðir vaða um Írak. Bandaríkin magna bálið með aðild að flóknum flokkadráttum, síðast svo flóknum í Sýrlandi, að enginn skilur neitt. Þannig fjármögnuðu Bandaríkin Ríki íslams og misstu svo stjórnina. Bezt er að láta múslima í friði í þessum löndum. Passa bara, að ofsi bókstafsmanna síist ekki til vesturlanda. Þau hafa áður sagt skilið við hvers konar bókstafstrú.