Minningargrein á afmælinu

Fjölmiðlun

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar hefðbundna minningargrein í 24 stundir um Styrmi Gunnarsson ritstjóra sjötugan. Jón Baldvin er æskuvinur Styrmis og slær ekki slöku við í lofgerðinni. Greinin er þó einkum markverð fyrir þá sök, að hefðbundinn stíl minningargreina er notaður við afmælisgrein. Mér finnst það ólíkt skynsamlegra en að skrifa um látið fólk. Slíkt er eins og síðbúin auglýsing fyrir vöru, sem hefur verið tekin úr framleiðslu. Lifandi fólk getur lesið greinarnar um sig og hrærzt af hetjudýrkuninni. Bezt væri, að Mogginn notaði meira pláss undir afmæli en hann notar undir minningar.