Minnisstæð bók um hrunið

Fjölmiðlun

Ég skil, hvers vegna margir gagnrýna “Íslenska efnahagsundrið”, bók Jóns F. Thoroddsen. Stafar af, að gagnrýnendur hafa hagsmuna að gæta. Vakta hagsmuni útrásarvíkinga, stjórnenda banka og lífeyrissjóða. Fá á baukinn í bókinni og undan því svíður. Bókin er gölluð, illa prófarkalesin og án nafnaskrár. Er samt minnisstæðasta bókin um hrunið. Eina, sem tekur myndarlega á meginþætti víkinga og bankamanna. Eina, sem ég las tvisvar. “Hrunið” eftir Guðna Th. Jóhannesson og “Sofandi að feigðarósi” eftir Ólaf Arnarson eru fróðlegar. Taka á mörgum hliðum. En ekki nógu fast á sjálfum skúrkum útrásarinnar.