Ég skil, hvers vegna margir gagnrýna “Íslenska efnahagsundrið”, bók Jóns F. Thoroddsen. Stafar af, að gagnrýnendur hafa hagsmuna að gæta. Vakta hagsmuni útrásarvíkinga, stjórnenda banka og lífeyrissjóða. Fá á baukinn í bókinni og undan því svíður. Bókin er gölluð, illa prófarkalesin og án nafnaskrár. Er samt minnisstæðasta bókin um hrunið. Eina, sem tekur myndarlega á meginþætti víkinga og bankamanna. Eina, sem ég las tvisvar. “Hrunið” eftir Guðna Th. Jóhannesson og “Sofandi að feigðarósi” eftir Ólaf Arnarson eru fróðlegar. Taka á mörgum hliðum. En ekki nógu fast á sjálfum skúrkum útrásarinnar.