Minnisstæðir hrunverjar

Punktar

Fimm árum eftir hrun getum við séð, að það kostaði ríkið 1200 milljarða, sem það getur ekki borgað. Til viðbótar kemur svo snjóhengjan. Þetta er útkoman úr einkavinavæðingu Davíðs á bönkunum. Þar fengu Vökudrengir að leika lausum hala í fullkomnu óráði. Útkoman varð heimsfrægt gjaldþrot. Sem Davíð gerði verra með því að sópa öllum gjaldeyri úr Seðlabankanum beint í kamínurnar. Geir vafraði um ráðþrota. Var síljúgandi að alþjóð til að vinna tíma til að koma innistæðueigendum fyrir horn. Davíð og Geir, bankastjórar og víkingar bjuggu til hrunið. Afrekinu fagna hrunverjar með hátíð á fimm ára afmælinu.