Turnar eru helzti minnisvarði bankabólunnar. Hér er það hálfsetinn turn á Höfðatorgi. Sóldýrkendur á Benidorm sjá annan turn, Tempo, hæsta fjölbýli heims. Þú kemst raunar ekki að því að sjá, hann stingur svo í stúf við allt. Orðinn að rúst áður en hann er fullbyggður. Caixa Galicia banki fjármagnaði ruglið, er siðblindir bankamenn reyndu að blása blöðru úr engu. Svipaða sögu er að segja af tvíburaturnunum í Dubai, þegar átti að reyna að gera eitt afturhaldssamasta karlremburíki heims að ferðaparadís. Bankastjórar eru allra manna vanhæfastir. Enda veljast áhættufíknir siðblindingjar í starfið.