Minnisvarðar einkavæðingar

Punktar

Þegar Augusto Pinochet var einræðisherra Chile, var vatn einkavætt að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins árið 1981. Hann taldi einkavæðingu allra meina bót. Smám saman hefur komið í ljós, að hún var þvert á móti skelfileg. Ýmsir bæir urðu vatnslausir og aðrir urðu mannlausir. Fátæklingar hafa ekki efni á að kaupa vatn. Frá þessu segir í International Herald Tribune. Sérfræðingar í Chile eru sammála um, að einkavætt vatn sé ekki sjálfbært. Það leiddi til ofnýtingar og vatnsþurrðar. Vistvæn sjónarmið viku fyrir frekju auðhringja. Vatnið í Chile er minnisvarði um einkavæðingu. Eins og bankarnir á Íslandi.