Sigmundur Davíð hyggst endurheimta stöðu sína í flokknum og auka fylgi hans með nýrri sjónhverfingu í vísitölumálum. Verður í andstöðu við samstarfsflokkinn, sem vill fara ögn meira með löndum í óframkvæmanlegum loforðum. Sigmundi Davíð halda hins vegar engar hömlur, hvorki veruleiki né rök. Honum gekk svo ofurvel í síðustu kosningum, þegar hann lofaði öllu, sem fólk vildi heyra. Ekkert fé er til ráðstöfunar upp í loforðin. Nema tekin verði upp auðlindarenta með uppboði á kvóta og auðlegðarskattur endurheimtur. Hvorugt vilja ríkisstjórnarflokkarnir heyra. En hætt er við, að kjósendur verði núna minna trúgjarnir en síðast.