Hjá Lísu í Undralandi töluðu dýrin og hirðfólkið tóma vitleysu og fóru með öfugmæli. Sama gera ríkisstjórnin og Vigdís. Sigurður Ingi Jóhannsson segir, að virkjun í Þjórsárverum komi verunum ekkert við. Hún komi ekki heldur við Kjálkaversfossi, Dynk og Gljúfurleitarfossi. Hún sé bara Norðlingaölduveita. Minnkun Þjórsárvera sé í rauninni stækkun þeirra. Segir blákalt, að virkjun sé verndun. Þetta er svo vitlaust, að meira þarf en heimsku eina. Sennilega hafa pólitíkusar blaðurfulltrúa, er segir Íslendinga svo heimska, að bezt sé að bulla í þá. Eitt er að kvarta yfir heimsku, annað er að notfæra sér hana.