Misdýr gisting í Evrópu

Ferðir

Góð hótelherbergi án íburðar fást í Reykjavík á 20.000 krónur á dag. Svipað og meðaltal í ferðaborgum Evrópu, svo sem Amsterdam, Kaupmannahöfn, Flórens og München. Ódýrari eru Berlín, Bruxelles, Dublin, Madrid, Istanbul og Vín, 15.000 krónur á dag. Dýrari eru Barcelona, Feneyjar og Róm, 25.000 krónur á dag. Dýrastar eru London og París á 35.000 krónur á dag. Verðið fer sumpart eftir lóðarverði, sumpart eftir vinsældum og sumpart eftir breiddargráðu. Undantekningin er Berlín, sem er ótrúlega ódýr, ódýrari en München í sama landi. Einnig er skrítið, að Barcelona er mun dýrari en Madrid í sama landi.