Misdýrir flokkar

Punktar

Athyglisvert er, að Framsókn og Samfylkingin vilja eyða meiri peningum í kosningaslaginn en Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri grænir og Frjálslyndir. Framsókn vill auglýsa í fjölmiðlum fyrir 35 milljónir króna og Samfylkingin fyrir 30 milljónir króna. Hinir flokkarnir þrír vilja aðeins auglýsa fyrir 15-20 milljónir króna hver. Þetta eru svipuð hlutföll milli flokka í eyðslu og við sáum í síðustu alþingiskosningum. Framkvæmdastjórarnir hafa setið á fundum um þetta og hafa átt erfitt með að ná saman, því að mikið ber á milli.