Samkvæmt Europol, löggæzlusambandi Evrópu, eru litlar líkur á, að terroristar leynist í hópum flóttafólks, sem streymir til Evrópu. Hins vegar séu komnir til baka 3000-5000 evrópskt fæddir vígamenn, sem fengið hafi hryðjuverkaþjálfun í miðausturlöndum. Þeir eru ekki flóttamenn eða hælisleitendur, heldur önnur og þriðja kynslóð múslima, sem þegar hafa ríkisborgararétt í Evrópuríkjum. Þeir kynntust öfgunum í moskum og fangelsum, fóru til að berjast í Írak og Sýrlandi. Eru nú komnir til baka til að fremja ógnir í Evrópu. Athyglisverðast við þetta er, að ógnir koma að innan, úr Evrópu sjálfri, en ekki frá hópum flóttafólks.