Misheppnuð ferð

Punktar

Ferð George W. Bush til Evrópu mun mistakast, segir William Pfaff í Observer. Evrópumenn trúa hvorki á stríðið gegn hryðjuverkum né á stríðið gegn harðstjórum. Þeir hafna tilraunum Bandaríkjanna til heimsyfirráða og andstöðu þeirra við alþjóðlega samninga. Evrópumenn styðja alþjóðasamninga og fyrirlíta róttækar breytingar á framferði Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. Evrópumenn hafna því alveg, að guð hafi sent mannkyni Bandaríkin til að frelsa það. Evrópusambandið telur það raunar skyldu sína að varðveita heimsfriðinn, sem Bandaríkin reyna hvað eftir annað að rjúfa í krossferðum.