Misjafn er æsingurinn

Punktar

Fyrir kosningar fylgdust núverandi stjórnarsinnar á Alþingi með áskorunum á netinu. Hvöttu þáverandi stjórnvöld og forsetann til að taka mark á þeim. Núverandi kvótaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson sagði áskorun lýsa vilja þjóðarinnar, þegar undirskriftir urðu 15.000. Pétur Blöndal gat ekki orða bundist, þegar áskorun komst í 16.000 undirskriftir. Vigdís Hauksdóttir var orðin mjög æst, er áskorun komst í 26.000. Núverandi landsfeður, Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, töldu 30.000 vera rosalega háa tölu. Þegar áskorun gegn lækkun auðlindarentu fer núna yfir 30.000, hnussa þessir allir.