Humarsúpur Laugaáss og Sægreifans sýna misjafnan smekk. Íslendingar eru vanir þykkum súpur með miklum rjóma, miklum humri og miklu bragði. Útlendingar vilja hafa súpurnar þynnri og mildari, með minna af rjóma og sætta sig við minna af humri. Þess vegna fellur humarsúpa Sægreifans í geð ferðamanna og humarsúpa Laugaáss í geð heimamanna. Hvor tveggja var góð, ég prófaði Laugaás í gær og Sægreifann í fyrradag. Hráefnið í súpu Laugaáss var örugglega átta sinnum dýrara en hjá Sægreifanum. Því er síður en svo óeðlilegt, að súpan í Laugaási kostar tvöfalt verð Sægreifans.