Í aðdraganda stjórnlagaþings verður baráttan milli fjórflokksins annars vegar og almennings hins vegar. Flokkar og hagsmunaaðilar munu senda á vettvang vel til hafða fulltrúa, sem lítt hafa verið áberandi í flokkum og poti. Fjölmiðlar þurfa að finna þá og fletta ofan af þeim. Á móti þessu fyrirsjáanlega liði lítilla breytinga koma óskaddaðir frambjóðendur. Hafa ekki verið í nánu samfélagi við stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Við þurfum að finna slíka frambjóðendur og draga þá inn í stjórnlagaþing. Þar þarf nefnilega að smíða nýja stjórnarskrá, sem valdastéttin vill forðast.