Misjafnt líf í tuskunum

Punktar

Pírataspjallið er líflegasta pólitíkin þessar vikurnar. Þar er allt að gerast, fyllt í göt á stefnuskránnni og frambjóðendur kynna sig og mál sín. Hinn nýi flokkurinn lætur ekki mikið fyrir sér fara. Viðreisn virkar eins og safnþró þeirra, sem gefast upp á breytingu Sjálfstæðisflokksins yfir í fullþroskaðan bófaflokk þjófræðis. Engin orka virðist eftir í Samfylkingunni, gamla settið er enn í framboði, að Möllernum frátöldum. Framsókn er mörkuð dauðanum, ráfandi um með leifarnar af von Wintris úr skattaparadísinni á aflandseyjunni. Vinstri græn njóta þess, að Píratar hafa ekki enn fattað mikilvægi ósnortinna víðerna.