Misjöfn ábyrgð á hruni

Punktar

Fólk vonar, að bankabófar og útrásarbófar hljóti makleg málagjöld. Einnig hjálparmenn þeirra, lagatæknar, hagtæknar og bókhaldstæknar. Til þess höfum við sérstakan ríkissaksóknara og dómstóla. Mál bófa eru flest í vinnslu, sem gengur rosalega hægt. Þeir voru ekki kosnir af okkur eins og pólitíkusar og verkalýðsrekendur. Sem lögðu línurnar og létu gabba sig. Þeirra ábyrgð var líka mikil. En verður ekki mæld hjá dómstólum, eins og sjálfra bófanna. Geir H. Haarde er fyrir Landsdómi, en Davíð sleppur og hinir. Þjóðin gat samt ætlazt til, að ábyrgir pólitíkusar og sjóðamenn segðu strax af sér störfum.