Athyglisverðast í kosningabaráttunni er framlag Sigurðar Björnssonar viðskiptafræðings, sem hefur greint fjárhag og stjórnsýslu nokkurra sveitarfélaga á suðvesturhorninu. Niðurstaða hans er, að Kópavogi, Garðabæ og Seltjarnarnesi hafi verið vel stjórnað undanfarin ár, en Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Reykjanesbæ illa stjórnað. Í þremur síðasttöldu stöðunum þarf að skipta um meirihluta, en ekki í þremur hinum fyrri. Ég hefði viljað sjá svona úttekt á Reykjavík og Akureyri líka. Hitt er annað mál, að kjósendur hlíta ekki svona skynsamlegum ráðum.