Misjöfn formannaskipti

Punktar

Staða Vinstri grænna er að einu leyti betri Samfylkingarinnar. Losuðu sig við Steingrím J. Sigfússon sem formann. Meðan hinir tóku Árna Pál Árnason á bakið sem formann. Steingrímur stútaði fyrningu kvótans og væntir góðs í kjördæmi Samherja, orðinn kvótagreifavinur. Árni stútaði stjórnarskránni, ekki veit ég hvers vegna. Kannski vill hann hrekja krata úr Samfylkingunni, fá notalegra rými fyrir Evrópusinna á flótta úr bófaflokknum. Vilji fylgið ekki koma til Samfylkingarinnar, þá fari Samfylkingin bara til fylgisins. Vegir plottara eru órannsakanlegir. En kannski voru þetta bara mistök hans.