Því miður er litla kvótafrumvarpið hans Jóns Bjarnasonar tóm þvæla eins og höfundurinn. Gengur að mestu leyti út á að skapa tækifæri í reglugerðum fyrir gerræði ráðherrans. Það var ekki þetta, sem þjóðin bað um. Hún vildi fá kvótann fyrndan. Jón vill það ekki og hefur teflt málinu í graut, þar sem enginn skilur neitt. Jón fór í að draga ofurfreka hagsmunaaðila að borðinu. Þeir vilja alls ekki missa spón úr askinum, hvorki samtök kvótagreifa né bankarnir. Allt annað og betra er frumvarp Hreyfingarinnar, sem Þór Saari flytur. Þar er orðið við kröfu meirihluta þjóðarinnar um fyrningu kvótans.