Misjöfn þjóðnýting

Punktar

Í Bretlandi leggja fjölmiðlar mikla áherzlu á, að kaup ríkisins á hlutafé í þremur stærstu bönkunum sé háð afnámi ofurlauna. Sagt er, hver nýju launin séu. Hér spyrja fjölmiðlar ekki einu sinni svo viðkvæmra spurninga. Fátt er því upplýst um laun, fríðindi og bónusa nýrra bankastjóra og bankaráða og framkvæmdastjóra. Þetta er munur á grónu lýðræðisríki, Bretlandi, og bananaríkinu Íslandi. Þar er flest opið fyrir fólki, en hér er nánast allt leyndó. “Af samkeppnisástæðum” yrði svarið, ef spurt væri. Því meira sem Ísland fer á hausinn, því meira er allt eins og áður. Spilling og ógegnsæi.