Löggur fagna hertum refsingum við afbrotum gegn löggum. Prófessor í afbrotafræði bendir samt réttilega á, að ekkert samband sé milli þyngri refsinga og fækkunar afbrota. Raunar er mikið um, að fólk ímyndi sér, að samhengi sé milli refsinga og ýmissa annarra atriða. Svo sem að refsingar eigi að vera mannbætandi eða að þær eigi að vera hefnd. Þær eru hvorugt. Þær eru ekki fæling, eru ekki mannbætandi og eru ekki hefnd. Eina gildi refsingar er, að hún tekur síbrotamenn úr umferð. Það eitt er nægileg ástæða fyrir refsingum og gildir raunar bara um síbrotamenn.