Misráðin fjármagnsást

Punktar

Smám saman sjást betur mistök vanhæfu ríkisstjórnarinnar. Ég gagnrýndi á sínum tíma fjárstuðning hennar við fjármagnseigendur. Hún spýtti milljörðum í peningamarkaðssjóði til að bæta endurgreiðslugetu þeirra. Hún hafði ekki efni á því. Enda kemur í ljós, að ný stjórn hefur þess vegna ekki efni á að afskrifa skuldir fólks. Mistökin stuðluðu að því áliti erlendis, að stjórnin mismunaði innlendum og erlendum fjármagnseigendum. Stuðlaði að hættulegum málaferlum gegn Íslandi. Aldrei mátti veita neinum fjármagnseigendum nein fríðindi. Það hefnir sín innanlands og erlendis eins og síðar kom í ljós.