Missa sjónar á veruleikanum

Punktar

Kratar misstu samband við veruleikann í Frakklandi og á Spáni. Í Frakklandi voru þeir afhjúpaðir sem yfirstéttarflokkur. Töldu ekki mega gera það við Dominique Strauss-Kahn, sem gera má við almenning. Á Spáni afhjúpaðir sem tákn atvinnuleysis. 50% atvinnuleysis hjá ungu fólki. Það reis upp á torgum Spánar, barði búsáhöld og rústaði meirihluta krata í helztu borgum landsins. Eftir langvinna stjórnarsetu eru spánskir kratar á leið út úr pólitík. Dæmin tvö sýna greinilega, að hættulegt er að missa sjónar á veruleikanum. Það er líka hættulegt fyrir Steingrím J. Sigfússon að sjá illa eignabruna alþýðu.