Misskilur hagtæki

Punktar

Útboð á lóðum hafa þann tilgang að fá rétt verð fyrir þær í markaðshagkerfi nútímans. Þau eru leið auðhyggjunnar til að láta af hendi verðmæti, sem eru til í takmörkuðu magni. Um leið segja þau sveitarstjórnafólki, hvort nóg sé til af lóðum eða ekki. Kjánalegt er að bjóða út lóðir í merkingarleysu og fá svo hland fyrir hjartað, þegar aðferðinni tekst hvort tveggja í senn, að færa borginni björg í bú og sanna fyrir borgarstjórninni, að stórauka þarf framboð á lóðum. Það er eins og meirihlutinn í Reykjavík misskilji hagtækin, sem hann notar.