Alþýðusambandið og einkum Gylfi Arnbjörnsson fara illa út úr kjarasamningum áramótanna. Gylfi missti samband við veruleikann og var orðinn að deild úr Samtökum atvinnulífsins. Svo langt gekk það, að alþýða manna vaknaði óvænt og reis upp gegn kvölurum sínum. Samningarnir voru víða felldir, eru orðnir ónýtir. Við búum í þjóðfélagi, þar sem hinir allra ríkustu hirða allan vöxt á efnahag. Ekkert nema mínusinn verður afgangs handa puplinum. Vonandi er þetta merki um, að fólk fari að hætta að láta endalaust hafa sig að fífli. Nokkuð vantar þó á, að pupullinn nenni út á torg að berja potta og pönnur.