Joseph Stiglitz nóbelshagfræðíngur bauðst í lok október til að liðsinna okkur í hruninu. Því var ekki sinnt. Hann er fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans og frægasti gagnrýnandi Alþjóða gjaldeyrisjóðsins. Hann hefði komið okkur að ómetanlegu gagni í þjarkinu við sjóðinn. Hann þekkir kröfur sjóðsins og veit, hvar þeim hefur verið hleypt í framkvæmd með skelfilegum afleiðingum. Hann er maðurinn, sem gat horft framan í fulltrúa sjóðsins og sagt þá vera fól og fífl. Hafa má það sem dæmi um hroka og gæfuleysi vanhæfu ríkisstjórnarinnar, að hún lét þetta einstæða tækifæri fram hjá sér fara.