Í seinni tíð hefur Evrópusambandið gert ýmis mistök, sem valda því vanda og einkum óvinsældum. Það hefur eflt samrunann án þess að gæta að aukaverkunum. Evran er gott dæmi. Hún var heimiluð ríkjum, sem skorti heilbrigða stjórn á fjármálum sínum og fölsuðu jafnvel bókhaldið. Svo sem Grikklandi. Slíkum ríkjum á að banna aðild að evrunni. Annað dæmi er Schengen. Samkomulagið opnaði landamæri fyrir glæpamönnum. Tempra ber Schengen með takmörkunum á frjálsu flæði manna við þá, sem standast augnskannapróf. Aðrir fari í hefðbundna vegabréfaskoðun. Evrópusambandið þarf að læra af mistökum sínum.