Misvondir Moggakaupendur

Fjölmiðlun

Ég sé ekki, að Íslandsbanki hafi ráð á að gæðastimpla þá, sem eru bakvið Óskar Magnússon eða Steve Cosser. Hlutverk bankans er ekki að meta, hvers konar stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn henti Mogganum. Bankinn á bara að ná eins miklum peningum til baka og unnt er. Honum er það til ævarandi skammar að hafa brennt þrjá milljarða króna á mesta risagjaldþroti fjölmiðlasögunnar. Nóg er komið af slíku rugli. Fyrsta regla við slíkar aðstæður er að hleypa fyrri eigendum ekki að. Önnur regla er, að enginn kaupandi sé betri eða verri en peningarnir, sem hann veifar.