Fjórum brezkum göngumönnum hefur í desember verið bjargað þrisvar í óbyggðum. Þyrla sótti þá í gær upp í Emstrur eftir nýjasta neyðarkallið frá þeim. Eftir hverja björgun leggja þeir aftur af stað. Í hvert skipti hafa björgunarsveitir og landhelgisgæzla tugmilljóna kostnað af æðinu. Eftir hvert hvassviðri rísa og hníga kröfur um, að eitthvað sé gert til að innheimta kostnað. Mest er heimtuð skyldutrygging á ferðamenn. Þingmenn heimta hana líka. Að venju gerist ekkert. Eins og kvartanir um smálánaokur og kennitöluflakk og salernisleysi. Allir æsa sig upp og stjórnvöld gera ekkert, hvorki ríkisstjórn né alþingi. Mjög íslenzk tregða.