Mjólká

Frá Rauðstöðum í Borgarfirði í Arnarfirði um Mjólkárvirkjun suður á Þingmannaheiði í Barðastrandarsýslu.

Farið er eftir seinfarinni jeppaslóð.

Mjólká á upptök sín á Glámuhálendinu og rennur til Borgarfjarðar í botni Arnarfjarðar. Mjólkárfossar voru virkjaðir á árunum 1955-58 og virkjunin framleiðir 24 MW.

Förum frá Rauðstöðum austur dalinn með Hofsá og síðan suður um Norðurhvilft upp á Borgarboga og suðvestur að Mjólká. Þaðan suður fjallið ofan við Afreksdal að vestanverðu, austan við Eyjarvatn og vestan við Stóra-Eyjarvatn. Þaðan til suðurs fyrir austan Öskjuvatn og til suðausturs fyrir sunnan Hólmavatn. Síðan suður á leiðina um Þingmannaheiði rétt vestan sæluhússins á heiðinni.

28,0 km
Vestfirðir

Skálar:
Þingmannaheiði: N65 38.240 W22 58.020.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Glámuheiði, Afréttardalur, Þingmannaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort