Frá Krossi í Hagavaðli á Barðaströnd um Mjósund að Fossi í Fossfirði í Arnarfirði.
Nafnið Sjömannabani stafar af slysi, þegar sjö menn villtust með bát frá Arnarfirði og og hröpuðu.
Förum frá Krossi norðnorðvestur Mörudal vestan undir Krossfjalli og austan við klettinn Sjömannabana. Síðan norðnorðvestur um Geldingadal að Vegamótum í 480 metra hæð og þaðan um Útnorðurlautir í Mjósund. Á Vegamótum mætum við leið sunnan af Fossheiði. Frá Mjósundi förum við vestur og niður brattar Hróaldsbrekkur og um efri og neðri Víðilæki norður í Fossdal, niður að Fossi í Fossfirði í Arnarfirði. Frá Hamrahjallaá er bezt að halda niður með Fossá, því að gamla gatan er horfin í skóg.
12,7 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Fossheiði, Lækjarskarð, Miðvörðuheiði, Hagavaðall.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort