Móðgun við Indland?

Punktar

Áhrifamiklir Indverjar segja það móðgun við Indland, að Bandaríkin neita að gefa Narendra Modi, forsætisráðherra Gujarat-ríkis í Indlandi, vegabréfsáritun, þar sem hann tók létt á óeirðum trúarofstækismanna árið 2002. Áhangendur Modi staðfestu síðan réttmæti ákvörðunar Bandaríkjanna með því að ráðast á geymslu og skrifstofu PepsiCola. Narendra Modi stjórnar sveitum ofbeldismanna, sem láta handaflið ráða. Úr því að Indland getur ekki komið lögum yfir þennan ofbeldisráðherra, er rétt að erlend ríki taki á málinu. Það er að vísu móðgun við Indland, en afar réttlát móðgun.