Fimm dálka mynd af skugga Davíðs Oddssonar er á bls. 17 í Mogganum í gær. Davíð er sjálfur neðst í hægra horninu, daufur á svip. Undir myndinni er texti, sem byrjar svona: “Verðbólguvofan”. Horfði aftur á myndina og sá að skuggi Davíðs var uggvænlegur. Sá strax, að hann er vofan, sem spjallað er um í textanum. Mogginn vegur að Davíð Oddssyni, að vísu óvart. En einhvern tíma hefði brostið á með þrumum og eldingum við slíka myndbirtingu. Kannski varð svo að þessu sinni, kannski ekki. Myndin sýnir í senn nútímavanda og fortíðarvanda Íslendinga. Það er allt sami vandinn og heitir Davíð Oddsson.