Mogginn einangraður

Punktar

Fróðlegt var að sjá óheiðarlega lágar tölur Moggans á vefnum um þátttöku fólks í mótmælagöngum víða um heim í gær. Þær voru um það bil einn tíundi af þeim tölum, sem gefnar voru upp í fréttum bandarískra dagblaða og sjónvarpsstöðva á borð við Washington Post og CNN. Mogginn hélt því til dæmis fram, að 100.000 manns hefðu mótmælt í Róm, þótt löggan þar í borg viðurkenni, að þeir hafi verið 750.000 og ýmsir ábyrgir fjölmiðlar, sem voru með menn á staðnum, telji þá hafa verið fleiri en milljón og sumir nefnt tvær milljónir. Fróðlegt væri að vita, hvort Mogginn skáldar erlendar fréttir sínar frá grunni eða hvort fréttastofa einhvers pólitísks sértrúarsafnaðar í útlöndum er að baki.