Mogginn er lifandi lík

Fjölmiðlun

Fréttablaðið lifir af kreppuna. Ekkert í rekstri blaðsins hindrar það í að laga sig að fjárhagslegum aðstæðum í samfélaginu. Ef blaðið er látið þenjast út og inn í samræmi við auglýsingar, á það að geta lifað af. Öðru máli gegnir um seldu blöðin. Morgunblaðið er hvorki betra né lakara sorprit en það var, en fylgið hrynur af því. Ekki bara vegna Davíðs. Ungt fólk kaupir ekki Moggann og mun aldrei gera það. Ofsalegt tap er á blaðinu. Svo mun áfram verða, þangað til það rekst aftur á bankavegginn. Meiri líkur eru á, að DV lifi. Fjárhagsdæmi þess miðast við að lifa af við mun þrengri kost.