Mogginn skorar

Fjölmiðlun

Davíð Logi Sigurðsson og Morgunblaðið skoruðu mark á fjölmiðlamarkaði í gær með heimsókn hans til Guantánamo og ítargrein í blaðinu. Allt of sjaldan fara íslenzkir blaðamenn á vettvang. Þeir reiða sig á frekar á útlenda fjölmiða annars vegar og hins vegar á símann innanlands. Þeir láta til dæmis lögguna segja sér, hvað sé í lögreglufréttum. Nú hefur Davíð farið sjálfur á staðinn, talað við ýmsa málsaðila, þar á meðal fanga, og skrifað skýra grein í blaðið. Þar hefur 450 föngum verið haldið án dóms og laga árum saman í miðaldastíl. Flestir þeirra eru vafalítið saklausir.