Mogginn strax á fullu

Fjölmiðlun

Eins og ég spáði birtir Morgunblaðið greinaflokk um, að allir aðrir en Davíð Oddsson beri ábyrgð á hruninu. Einkum Geir Haarde. Vissulega ber hann þunga sök, er meira en hálfdrættingur á við Davíð. Var fjármála í stjórn Davíðs. Þeir einkavinavæddu bankana og skipulögðu skort á fjármálaeftirliti. Afhentu Björgólfsfeðnum Landsbankann og lögðu þannig grundvöllinn að IceSave. Davíð sukkaði svo meira í Seðlabankanum en Geir sem forsætis. Hvor um sig olli þá meira tjóni en þeir höfðu áður valdið með IceSave. Davíð gerði Seðlabankann gersamlega gjaldþrota og Geir borgaði sukkið í peningamarkaðssjóðunum.