Mogginn þegir yfir frétt

Fjölmiðlun

Dæmigerð Moggafrétt var á mbl.is í gær. Sagt var frá verði í fiskbúðum. 82% verðmunur var á skötusel í dýrustu og ódýrustu búðinni. Mbl.is gætti vel að segja ekki, hvaða búðir voru dýrastar og ódýrastar. Þannig hindraði Mogginn að neytendur gætu haft gagn af neytendafréttinni. Fólk gat að vísu skrifað hæsta og lægsta verð hjá sér og borið saman við búðina, sem það fer í. Ef nöfnin væru birt, gæti fólk hins vegar sparað sér tíma og kostnað með því að fara alls ekki í dýru búðirnar. Visir.is birti daginn áður frétt um verðmerkingar í bakaríum, nefndi auðvitað nöfn bakaríanna, sem voru sektuð.