Monsanto á flótta

Punktar

Evrópusambandið hefur sett óvinsælasta fyrirtæki heims stólinn fyrir dyrnar. Helztu löndin, Þýzkaland, Frakkland og Ítalía, bönnuðu ræktun erfðabreytts maís frá Monsanto. Fyrirtækið gafst upp á stríðinu, er hætt að reyna ræktun í Evrópu. Enda hafa víðáttumikil svæði utan landanna þriggja verið friðlýst fyrir erfðabreyttri ræktun. Hnykkja þarf á, að öll matvæli, sem innihalda erfðabreytt efni, verði sérstaklega merkt sem slík. Þar á meðal amerískt fóður. Ísland er skítaríki utan varna Evrópu, leyfir útiræktun erfðabreytts korns. Mikilvægt er, að umbúðir matvæla vísi á erfðabreytt innihald fóðurs.