Mörgum er mál

Punktar

Greinilega hafa margir haldið lengi í sér. Forsetinn segist ekki lengur hafa lyst. Þá ryðst fram hver óþekkti snillingurinn á fætur öðrum. Hafa allir sama boðskapinn, vilja verða forseti Íslands. Spanna sviðið frá þeim, sem þrisvar hefur látið hafna sér, yfir kristilega hundrað atkvæða framboðið til hinna óþekktu snillinga. Greinilega var tímabært, að Ólafur Ragnar Grímsson hleypti öðrum að til að létta á sér. Fjörið magnast með vorinu. Þungavigtarfólkið bíður enn um sinn, kemur nafninu í umræðuna og fylgist með könnunum. Þær eru grimmar og margir munu hætta við. Eftir munu standa fimm alvöru kandídatar.