Morgunblaðið vaknar

Punktar

Það eru fleiri en Preston hjá Guardian, sem eru að velta vöngum yfir þessu. Morgunblaðið er byrjað að taka tillit til samkeppninnar. Um daginn birti það mynd af kærðum manni, sem ekki hafði fengið dóm og var raunar sýknaður degi síðar. Nokkrum dögum síðar birti það á forsíðu mynd af fótalausum strætisvagnastjóra á sóttarsæng. Það eru því fleiri en DV, sem brjótast um á hæl og hnakka til að verjast kröfu Persónuverndar um útvíkkað svið einkalífsins. Hefðbundnir fjölmiðlar verða annað hvort að reyna að svara kalli tímans eða sæta því að hinn nýi fjölmiðill, bloggið, valti yfir þá.