Mörkin hafa verið færð

Punktar

Kosningaúrslitin á Ítalíu sýna, að endurskoða verður flokkun stjórnmálahreyfinga í pópulista og meginstraum. Svipað hafði áður komið í ljós í Þýzkalandi. Ekki er lengur unnt að líta á ítölsku Lega og þýzku Aktion sem óstjórntæka. Óttinn við múslima og íslam er orðinn hluti af meginstraumnum með 20-36% heildarfylgis. Enn síður er hægt að flokka ítalska 5 stjörnu samtökin sem öfgasamtök. Í andrúmslofti Evrópu er orðið frambærilegt að vilja losna við sem flest af hinu nýju flóttafólki frá miðöldum heims íslams. Slæm reynsla er af þessum þjóðflutningum. Aðkomufólkið lagast alls ekki að vestrænu samfélagi, til dæmis hvorki í Danmörku né í Svíþjóð.