Morthens og Gissurarson

Punktar

Bubbi Morthens hefur sérstæðar skoðanir á siðferði. Þær hafa komið fram í vörn hans fyrir útrásarbófa. Nú tekur hann til varna fyrir Hannes Hólmstein Gissurarson. Segir ekki koma neinum við, hvaðan prófessorinn fái laun. Bubbi veit ekki, að laun fyrir “kynningarátak” sæma ekki prófessor og enn síður álitsgjafa. Prófessorar og álitsgjafar taka ekki að sér fyrir fé að mæla með bönkum. Hannes hefur sérstætt siðferði, sem kom fram í víðtækum ritstuldi. Bubbi hefur líka sérstætt siðferði. Hann telur áróður vera venjulega launaða vinnu, sem henti álitsgjöfum og prófessorum. Siðferði þeirra tveggja má kalla hrunferði.