Þótt stjórnvöld í Evrópu séu að þrengja pólitískt svigrúm múslima, eru þau ekki að banna þeim moskur. Krafan er að mestu um aukna aðlögun þeirra að reglum og landsiðum. Stjórnvöld líta líka til fylgis róttækra hægri flokka á borð við Þjóðfylkingu Marine Le Pen, sem gæti náð forsetastól Frakka. Stjórnvöld eru að mestu klemmd milli krafna slíkra flokka og fjölmenningarflokka, sem vilja bæta móttöku flóttafólks. Stemmningin í þjóðfélaginu er andsnúin flóttafólki og mun leiða til formlegs banns við sharia, kvennakúgun og barnaníði. En moskur verða leyfðar og reistar, þótt múslimahatarar hér hafi bann við slíku á oddinum.