Mótdrægur leyniþáttur

Punktar

Ríkisstjórnin hefur staðfest, að engar líkur séu á, að málaferli vinnist í Bretlandi gegn hryðjuverkalögunum. Stingur í stúf við fyrstu yfirlýsingar hennar. Það bendir til, að hún hafi þá þegar og æ síðan logið að okkur um málsefni. Haldið er leyndu einhverju eða einhverjum atriðum, sem eru henni mótdræg. Hugsanlega er það atriðið, sem Davíð Oddsson hefur dylgjað um, en neitar þjóðinni um að vita. Það er eins og annað í hruni þessarar aumustu ríkisstjórnar allra tíma. Hún á erfitt með að segja satt, lygin stendur upp úr henni í rokum eins og gubb. Allt er það í óheftu boði Samfylkingarinnar.