Mótmæla prófkjörspriki

Punktar

Þá er kjaftshöggið komið. Tuttuguogfimm vestræn ríki og Evrópusambandið hafa mótmælt sameiginlega hvalveiðum Íslendinga. Þessu fylgja að vísu engar hótanir um framhaldið, enda er Evrópa friðarálfa. En þetta sýnir pólitíska samstöðu vestrænna ríkja gegn Íslandi í máli þessu. Samstöðu, sem rýrir virðingu Íslands á fjölþjóða vettvangi. Til hvalveiða var stofnað fyrirvaralítið í haust. Það var án samráðs við mikilvæga aðila og án undirbúnings af hálfu ráðuneytis og Hvals. Einar K. Guðfinnsson ráðherra var bara að ná sér í prik á Vesturlandi og Vestfjörðum fyrir prófkjörið.