Þegar ég tók þátt í alþjóðasamstarfi, rakst ég ítrekað á orðalagið „takes note of …“. Það þýðir einfaldlega, að stofnun hafi tekið við erindi og kynnt sér efni þess. Segir ekki, að efni erindisins hafi verið samþykkt. Evrópusambandið hefur því ekki samþykkt bréf Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit. Heldur eftir dúk og disk einfaldlega kvittað fyrir móttöku þess. Viðræður eru komnar í salt. Liggja eins og bangsi í vetrarhíði, unz sól hækkar á lofti. Efnislega er kannski lítill munur á slitum og söltun. Óþarfi er samt af utanríkisráðherra að reyna að mikla fyrir andstæðingum Evrópu mikilvægi orðanna „takes note of …“