Mugabe í Evrópuferð

Punktar

Versti einræðisherra heims er Robert Mugabe í Zimbabve. Hjá honum býr ein fátækasta þjóð heimsins í ríkasta landi heimsins. Stjórn hans er engri annarri læk. Í næstu viku tekur hann þátt í Afríkufundi Evrópusambandsins. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, neitar að mæta. Aðrir leiðtogar Evrópu hyggjast mæta, segjast ætla að predika yfir hausamótunum á Mugabe. Svo verður ekki. Samráðastjórnmálamenn eiga ekkert erindi í slagsmálahund. Hann mun verða í sviðsljósi fjölmiðlanna á fundinum. Leiðtogar Evrópu munu engjast í skelfingu. Evrópa færist stundum meira í fang en hún ræður við.