Mynd af opnum kassa með sviðum í porti Múlakaffis fór eins og eldur í sinu um fésbók í gær. Þannig er samfélag dagsins. Óbreyttur almúgi tekur við hlut fjölmiðla, sem tæpast sinna lágmarksþjónustu. Minnti mig á mynd af ofurjeppa Hannesar Smárasonar á bílastæði fatlaðra. Sú komst á síður fjölmiðla, en það var í þá daga. Nú þarf ekki lengur fjölmiðla. Í fésbók í gær var líka Jói Fel dreginn sundur og saman í háði. Fyrir skrítinn belging í yfirlýsingu um frekari notkun iðnaðarsalts í matvælaiðnaði hans. Sjónvarpið stóð sig þó vel, birti mynd af risavöxnu letri á saltpokum, sem Jói Fel gat ekki lesið.